Útgerðarfyrirtækið Rammi hf. í Fjallabyggð hefur gefið 5 milljónir króna í söfnunina „Við kaupum róbót“ til að kaupa aðgerðarþjarka til skurðlækninga á Landspítala.  Þetta kemur fram á vef Landspítala í dag.

Rammi hf. gerir út 5 togara og er með landvinnslu á Siglufirði og í Þorlákshöfn.  Gunnar Sigvaldason, stjórnarformaður Ramma, segir að fyrirtækið hafi viljað leggja sitt af mörkum í þessa söfnun.  Málefnið sé afar gott og starfsmenn Ramma taki glaðir þátt í því að tryggja að róbótinn komist sem fyrst í notkun.

Aðgerðarþjarki (róbót) er í notkun á helstu sjúkrahúsum í nágrannalöndunum og nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, sérstaklega við þvagfæraskurðlækningar sem og aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna.

Fjárframlög til tækjakaupa á LSH eru takmörkuð sérstaklega þegar kemur að nýfjárfestingum.  Búnaðurinn sem um ræðir kostar um 300 – 350  miljónir og ljóst að leita þarf eftir fjárstuðningi frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum.

IMG_0946 (1024x683)

 

 

 

 

 

Heimild og ljósmynd: Landspitali.is