Rafmagn er farið af í Eyjafirði og reyndar víða um land. Unnið er að því að koma á rafmagni aftur.

Sjór gengur yfir götur Akureyrarbæjar á Eyrinni, sérstaklega við Norðurgötu, Gránufélagsgötu og Eiðsvallagötu. Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar því til vegfarenda að aka ekki um þessar götur að svo stöddu þar sem vatn hefur tekið að flæða inn í hús.