Háskólinn á Hólum verður gestgjafi ráðstefnunnar North Atlantic Forum í júní 2013

Ráðstefnan North Atlantic Forum (NAF) er haldin annað hvert ár sem vettvangur fræðimanna og sérfræðinga er koma að verkefninu North Atlantic Islands Programme (NAIP). Fólki úr stjórnmálum,viðskiptum, samfélagsgreinum, stjórnsýslu og háskólum er þá stefnt saman í nokkra daga til að greina og ræða málefni afskekktra byggðarlaga.

Síðasta ráðstefna NAF var haldin dagana 13. – 15. október 2011, í St. John’s Kanada, þar sem saman komu um 250 þátttakendur. Háskólinn á Hólum var þá kynntur fyrir hönd Íslands sem næsti gestgjafi ráðstefnunnar þar sem yfirskriftin verður Rural Tourism with a Global Agenda: Experience, Economy and Climate Change. Ráðstefnan og dagskrá hennar verður auglýst nánar þegar nær dregur.