Boðað verður til fjölþjóðlegrar ráðstefnu þar sem fjallað verður um úrræði til að efla litlar verslanir á landsbyggðinni. Ráðstefnan verður haldin á Húsavík 8. nóvember næstkomandi í fundarsal Framsýnar, Garðarsbraut 26. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður þriggja ára samstarfsverkefnis um málefni dreifbýlisverslana sjö þjóða á norðurslóðum (Íslands, Finnlands, Noregs, Færeyja, Norður-Írlands, Írlands og Skotlands).