Fjallabyggð auglýsti eftir umsjónaraðilum að tjaldsvæðum Fjallabyggðar í byrjun árs. Alls sóttu sex aðilar um starfið, en hægt var að sækja um rekstur tjaldsvæðanna á Siglufirði eða Ólafsfirði eða öll svæðin. Þrír aðilar voru boðaðir í viðtöl en það voru: Ida M. Semey fyrir hönd Kaffi Klöru ehf., Sunna Björg Valsdóttir og Sæmundur Gunnar Ámundason. Eftir viðtölin var ákveðið að semja við Kaffi Klöru um rekstur allra tjaldsvæðanna í Fjallabyggð.
Núverandi rekstraraðilar Kaffi Klöru ehf. hafa séð um rekstur tjaldsvæðisins á Ólafsfirði síðustu 3 ár og hefur starf þeirra gengið vel og samstarf við Fjallabyggð hnökralaust. Rekstraraðilar Kaffi Klöru hafa skýra sýn á rekstur tjaldsvæðanna og hvernig þeir sjá fyrir sér viðveru og umsjón með tjaldsvæðunum í báðum byggðarkjörnum. Kaffi Klara hefur yfir að ráða nægjum mannafla til að mæta álagstímum s.s. þegar bæjarhátíðir eða annasamar helgar eru í sveitarfélaginu og geta því fært starfsfólk á milli bæjarkjarna til að mæta auknu álagi. Rekstraraðilar Kaffi Klöru eru öllum hnútum kunnugir þegar kemur að rekstri tjaldsvæða og starfsmenn Kaffi Klöru með reynslu af vinnu og umsjón með tjaldsvæðis í Ólafsfirði. Þetta kemur fram á vef Fjallabyggðar.