Elías Gunnar Þorbjörnsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Giljaskóla á Akureyri og tekur til starfa þar 1. febrúar 2023.

Elías er menntaður grunnskólakennari og með meistarapróf í stjórnun menntastofnana. Hann hefur verið skólastjóri við Lundarskóla síðastliðin 10 ár.