Maríanna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Lundarskóla og mun hún taka við starfinu 1. febrúar næstkomandi.

Maríanna hefur gegnt starfi deildarstjóra yngri deildar og staðgengils skólastjóra við skólann í 11 ár og var hún áður kennari við skólann.

Elías, sem gegnt hefur starfi skólastjóra Lundarskóla síðastliðin 10 ár, tekur við starfi skólastjóra Giljaskóla á Akureyri þann 1. febrúar.

Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar.