Skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth lagðist að bryggju á Akureyri þriðjudaginn 23. júlí en skipið kom frá Ísafirði. Hin nýja Queen Elizabeth siglir til Íslands í fyrsta skiptið en skipið var smíðað árið 2010 og var gefið nafn af Elísabetu Englandsdrottningu sama ár.

Skipið er 92 þúsund tonn og tekur 2092 farþega. Í skipinu eru meðal annars tennisvellir, sundlaugar, konunglegur danssalur, líkamsræktarstöð, heilsulind og fjöldi verslana og glæsilegra veitingastaða.


Ljósmynd: Pjotr Mahhonin