Púttmót verður haldið á Akureyri sunnudaginn 6. nóvember.  Keppt verður í karla-, kvenna og unglingaflokki. Mæta má hvenær sem er frá kl. 11.00 – 16.00

Höllin opnar kl. 10.00 þá verður hægt að taka létta æfingu eða á laugardaginn því þá verður búið að setja upp keppnisvöllinn.

Verðlaun verða veitt fyrir 3 bestu sætin í hverjum flokki.
Hver keppandi spilar 2 x 18 holur og skilar inn betri hring

Keppnisskilmálar: Séu kylfingar jafnir þá er talið eins og um forgjafarmót hafi verið að ræða.

Þátttökugjald kr. 1.000.- fyrir fullorðna og kr. 500.- fyrir unglinga 18 ára og yngri.
(ekki hægt að greiða með korti)

Nánar á www.gagolf.is