Íslandspóstur hefur núna sett upp Póstboxin við Kjörbúðina í Ólafsfirði. Boxin eru opin allan sólarhringinn og eru staðsett við Aðalgötu 2 við bílastæðin og inngang Kjörbúðarinnar. Það var Guðmundur Bjarnason íbúi í Ólafsfirði sem tók þessar myndir og sendi vefnum.

Þá hefur pósturinn tilkynnt verðskrábreytingar frá 1. júní næstkomandi:

Þann 1. júní 2024 taka gildi verðbreytingar sem snerta umsýslugjald vegna tollkrítar, útflutningsskýrslu og innflutningsleyfi.

Ekki hafa orðið breytingar á þessum gjöldum síðastliðin 9 ár og eru þær breytingar sem nú eru gerðar vísitölutengdar.

Breytingar má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

Bréf innanlands Verð nú Nýtt verð
Umsýslugjald vegna tollkrítar 935 kr. 1215 kr.
Útflutningsskýrsla 2900 kr. 3700 kr.
Innflutningsleyfi 740 kr. 990 kr.