Þau gerast varla minni húsin, en þetta  tæplega 43 fm einbýlishús hefur verið sett á sölu í Ólafsfirði. Húsið stendur við Vesturgötu 2 á baklóð, en er einnig með svefnloft og geymsluloft sem stækkar húsið töluvert. Húsið er byggt árið 1945 og var mikið endurnýjað fyrir 10-15 árum. Húsið er bárujárnsklætt timburhús á 259 fm lóð. Þá er heitur pottur og geymsluskúr á lóðinni.

Raflagnir, ofnar og vatnslagnir hafa verið endurnýjuð að hluta til.

Brattur stigi er upp á svefnloftið.

Ásett verð er 22.9 milljónir og er Hvammur Eignamiðlun sem húsið í sölu.

Nánar á fasteignavef mbl.is