Pia Rakel Sverrisdóttir opnar sýninguna “Down under – Undir yfirborðinu” í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði. Sýningin stendur frá 28. júní til 7. júlí 2024 frá kl. 13:00-16:00

Sýningaropnun föstudaginn 28. júní kl. 15:00-17:00.

Sem barn var Pia Rakel send á sumrin til fósturforeldra á Siglufirði og á hún dýrmætar æskuminningar þaðan. Eftir að síldin fór sirka árið 1967 flutti fólkið burt. Hún hefur nú komið sér upp vinnustofu og heimili að Eyrargötu 27a á Siglufirði.