Körfuknattleiksmaðurinn Pétur Rúnar Birgisson var á dögunum valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2022. Lið meistaraflokks karla körfuknattleiksdeildar Tindastóls var valið lið ársins og Baldur Þór Ragnarson, Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson hlutu titilinn þjálfarar ársins en þeir þjálfuðu meistaraflokk karla Tindastóls í körfuknattleik sem lenti í 2. sæti eftir ævintýralega úrslitarimmu deildarkeppninnar sl. vor.

Á heimasíðu UMSS má sjá eftirfarandi samantekt, en það er UMSS sem heldur utan um valið:

„Íþróttamaður Skagafjarðar árið 2022 fór fram þann 28. desember í Ljósheimum.

Gestir gengu inn í salinn undir spil og söng Eysteins Guðbrandssonar. Gunnar Þór Gestsson formaður bauð gesti velkomna og fékk með sér Þorvald Gröndal ritara stjórnar Ungmennasambandins til að afhenda Hvatningarverðlaun UMSS.

Í ár voru afhent Hvatningarverðlaun síðustu þriggja ára. En árið 2020, voru fimmtán íþróttaiðkendur á aldrinum 12 – 17 ára tilnefndir af aðildarfélögum UMSS það ár. Hvatningarverðlaunin eru veitt iðkendum sem eru áhugasamir, með góða ástundun, sýna góða hegðun innan vallar sem utan, eru góðir félagar og teljast vera góð fyrirmynd annara unglinga.

Golfklúbbur Skagafjarðar – Tómas Bjarki Guðmundsson og Una Karen Guðmundsdóttir

Hestamannafélagið Skagfirðingur – Kristinn Örn Guðmundsson og Þórgunnur Þórarinsdóttir

Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári – Kristinn Örn Guðmundsson og Herdís Lilja Valdimarsdóttir

Ungmennafélagið Neisti – Sævar Snær Birgisson og Marta Birna Eiríksdóttir

Ungmennafélagið Tindastóll

Júdódeild – Konráð Jónsson og Fjóla Indíana Sólbergsdóttir

Frjálsíþróttadeild – Stefanía Hermansdóttir

Knattspyrnudeild – Einar Í. Sigurpálsson og Margrét Rún Stefánsdóttir

Körfuknattleiksdeild – Örvar Freyr Harðarson og Marín Lind Ágústsdóttir

 

Þá voru veitt Hvatningarverðlaun UMSS 2021, en það ár voru 12 íþróttaiðkendur á aldrinum

12 – 17 ára tilnefndir af aðildarfélögum UMSS.

Golfklúbbur Skagafjarðar – Brynjar Már Guðmundsson og Dagbjört Sísí Einarsdóttir

Hestamannafélagið Skagfirðingur – Sveinn Jónsson og Ólöf Bára Birgisdóttir

Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári – Daníel Smári Sveinsson og Bryndís Erla Guðmundsdóttir

Ungmennafélagið Tindastóll

Badmintondeild – Emma Katrín Helgadóttir

Frjálsíþróttadeild – Amelía Ýr Samúelsdóttir

Knattspyrnudeild – Bragi Skúlason og Magnea Petra Rúnarsdóttir

Körfuknattleiksdeild – Bogi Sigurbjörnsson og Rebekka Hólm Halldórsdóttir

 

Að lokum voru veitt Hvatningarverðlaun 2022 og voru 19 ungir íþróttamenn tilnefndir;

Golfklúbbur Skagafjarðar – Markús Máni Gröndal og Dagbjört Sísí Einarsdóttir

Hestamannafélagið Skagfirðingur – Alexander Leó Sigurjónsson og Fjóla Indíana Sólbergsdóttir

Ungmenna og Íþróttafélagið Smári – Halldór Stefánsson og Bríet Bergdís Stefánsdóttir

Ungmennafélagið Neisti – Björn Austdal Sólbergsson, Valgerður Rakel Rúnarsdóttir og Greta Berglind Jakobsdóttir

Ungmennafélgið Tindastóll

Badmintondeild – Emma Katrín Helgadóttir

Frjálsíþróttadeild – Hafþór Ingi Brynjólfsson og Efemía Ösp Rúnarsdóttir

Júdódeild – Freyr Hugi Herbergsson og Jo Althea Sandoval Mertola

Knattspyrnudeild – Hilmar Örn Helgason og Hulda Þórey Halldórsdóttir

Körfuknattleiksdeild – Einar Í. Sigurpálsson og Fanney María Stefánsdóttir

Skíðadeild – Lára Sigurðardóttir

 

Þá var komið að því að veita viðurkenningar til aðila sem stunda eða þjálfa hjá aðildarfélögum UMSS fyrir landsliðsval/þátttöku hjá sérsamböndum ÍSÍ árið 2022.

 • Alex Arnarson körfuknattleikssamband Íslands
 • Eyrún Ýr Pálsdóttir Landssamband Hestamannafélaga
 • Friðrik Hrafn Jóhannsson landsliðsþjálfari körfuknattleikssamband Íslands
 • Ísak Óli Traustason Frjálsíþróttasamband Íslands
 • Orri Már Svavarsson Körfuknattleikssamband Íslands
 • Sigtryggur Arnar Björnsson Körfuknattleikssamband Íslands
 • Sigurður Arnar Björnsson landliðsþjálfari Frjálsíþróttasamband Íslands
 • Sigurður Gunnar Þorsteinsson Körfuknattleikssamband Íslands
 • Stefán Jón Ólafsson Skíðasamband Íslands

 

Þá var komið að því að veita styrk úr Afreksmannasjóði UMSS, átta aðilar sóttu um í ár og fengu þau öll úthlutað úr sjóðnum samkvæmt ákvörðun stjórnar hans. Í stjórn sjóðsins sitja Gunnar Þór Gestsson, Guðrún Helga Tryggvadóttir og Ómar Bragi Stefánsson.

 • Andrea Maya Chirikadzi
 • Axel Arnarson
 • Björk Ingólfsdóttir
 • Ísak Óli Traustason
 • Margrét Rún Stefánsdóttir
 • Orri Már Svavarsson
 • Stefanía Hermansdóttir
 • Þórgunnur Þórarinsdóttir

 

Formaður aðalstjórnar Ungmennafélags Tindastóls, Guðlaugur Skúlason tilkynnti að Pétur Rúnar Birgisson hafði verið valinn íþróttamaður Tindastóls árið 2022.

Þrjú lið voru tilnefnd; Karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar, Meistaraflokkur kvenna knattspyrnudeild Tindastóls og Meistaraflokkur karla körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Titilinn hlaut Meistaraflokkur karla körfuknattleiksdeildar Tindastóls með 84 stig. Meistarafl.kvk. í knattspyrnu hlaut 67 stig og Karlasveit GSS hlaut 47 stig.

Sjö þjálfarar (teymi) voru tilnefnd í ár, og hlaut þríeykið Baldur Þór Ragnarson, Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson titilinn í ár en þeir þjálfuðu meistaraflokk karla í körfuknattleik sem lenti í 2. sæti í einni af bestu úrslitar rimmu sem átti sér stað í sl. vor. Fengu þeir alls 54 stig, í 2. sæti varð Halldór “Donni” Jón Sigurðsson með 43 stig og 3. sæti hlaut Jóhanna Heiða Friðriksdóttir með 39. stig.

Þá var komið að Íþróttamanni Skagafjarðar 2022. Tilnefndir voru 5 einstaklingar, Anna Karen Hjartardóttir kylfingur, Guðmar Freyr Magnússon hestamaður, Ísak Óli Traustason frjálsíþróttamaður, Jónas Aron Ólafsson knattspyrnumaður og Pétur Rúnar Birgisson körfuknattleiksmaður.

Íþróttmaður Skagafjarðar 2022 er Pétur Rúnar Birgisson, en hann hlaut 72 stig.

Í 2. sæti varð Ísak Óli Traustason með 56 stig og í 3. sæti Anna Karen Hjartardóttir með 37 stig.“

Texti og mynd: Umss.is.