Patrekur Darri Ólason hefur samið við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar en hann kemur frá Hornafirði þar sem hann lék með Ungmennafélagi Mána, sem var í samstarfi við Sindra á Höfn og voru með lið í 4. deildinni.

Patrekur er skráður sem miðjumaður og er fæddur árið 1999. Hann á 29 leiki með meistaraflokki og tvö mörk. Hann á einnig nokkra leiki fyrir Sindra og Kónganna.

Patrekur er kominn með leikheimild með KF og getur því tekið þátt í næstu verkefnum liðsins.