Blakfélag Fjallabyggðar stendur fyrir paramóti í blaki, föstudaginn 2. ágúst. Spiluð verður ein hrina upp í 21, en vinna þarf með tveimur stigum. Allur ágóði á mótinu rennur í strandblaksjóð til kaups á nýjum sandi og búnaði fyrir strandblakvöllinn á Siglufirði. Veglegir vinningar eru fyrir efstu þrjú sætin.

Mótið hefst kl. 16:30, en mæting er hálftíma fyrr. Þátttökugjald er 5000 kr.