Pálmi Gestsson er einn leikaranna í þáttunum Ófærð eða Trapped sem nú eru teknir upp á Siglufirði. Hann leikur persónuna Hrafn í þáttunum en í dag var þriðji tökudagur. Pálmi sendi nokkrar myndir á fésbókina og instagram í dag frá Siglufirði, nánar tiltekið í Aðalgötunni og á Kaffi Rauðku. Flottar og listrænar myndir frá Pálma.