Óvissustig vegna snjóflóðahættu er á Siglufjarðarvegi og á Ólafsfjarðarmúla samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni í dag.

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðurlandi og nokkuð um éljagang eða skafrenning.