Óvissustig er á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu. Verið er að moka veginn en hann er skráður ófær núna í morgun. Hálka er á Ólafsfjarðarvegi og alla leið til Akureyrar.

Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði og er verið að hreinsa þar veginn. Snjóþekja og éljagangur er nokkuð víða á Norðurlandi.

Uppfært: Snjóþekja er á Siglufjarðarvegi.