Í síðustu viku komu 7 nýjar eignir á söluskrá á Siglufirði sé miðað við fasteignavef mbl.is. Það er óvenjulega mikil hreyfing á fasteignamarkaði á Siglufirði, en algeng tala um nýjar eignir í sölu í hverjum mánuði er líklega um 3-4 eignir. Það virðist engu að síður ganga mis vel að selja eignir, en stærri eignir og atvinnuhúsnæði virðast seljast hægar. Enn eru tvær íbúðir til sölu í Gagganum samkvæmt heimasíðu Gaggans, og fasteignavef mbl.is. Í síðustu viku komu fjögur einbýlishús á söluskrá, auk skrifstofuhúsnæðis við Aðalgötu 32, sem eru mjög spennandi staðsetning, auk eigna í fjölbýlishúsum.

Þeir sem eru að leita sér að atvinnuhúsnæði á Siglufirði og sjá tækifæri geta valið úr nokkrum eignum.

Alls eru núna 28 eignir á söluskrá á Siglufirði, þar af 7 atvinnuhúsnæði.

 

Einbýli á Hávegi – endalóð.
Einbýli á tveimur hæðum við Lindargötu.
Lítíð einbýli við Þormóðsgötu
Skrifstofu- og íbúðarhúsnæði við Aðalgötu á 2. hæð.