Fræðafélag Siglufjarðar auglýsir áttunda fund félagsins. Fundurinn fer fram á Síldarkaffi á Siglufirði, laugardaginn 16. nóvember kl. 13:00.
 Óttar Guðmundsson geðlæknir fjallar um Sigurð Breiðfjörð skáld og samtímamenn hans á bæði 19. og 21. öld.
Sigurður Breiðfjörð fæddist í lok 18. aldar og var um árabil vinsælasta og mest lesna skáld þjóðarinnar. Drykkjuskapur og kæruleysi spilltu þó mjög fyrir skáldinu sem lenti í útistöðum við réttvísina vegna tvíkvænismáls sem að lokum lagði líf hans í rúst. Í erindi sínu tvinnar Óttar saman samtíð Sigurðar Breiðfjörð og barlóminn í samtímafólki nútímans.
Jóhanna Þórhallsdóttir kveður úr mansöngvum Númaríma, eftir Sigurð Breiðfjörð.
Bók Óttars; Kallaður var hann kvennamaður. Sigurður Breiðfjörð og samtíð hans, verður á sérstöku 19. aldar tilboðsverði.