Dalvík/Reynir mætti KV í 19. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag í Vesturbænum. Gríðarleg barátta er um efstu tvö sæti deildarinnar sem skila sæti í 1. deildinni að ári. Fjögur lið eru í þéttum pakka og getur allt gerst í lokaumferðum deildarinnar. D/R hafa verið að spila vel allt móti og unnu síðustu þrjá leiki fyrir leikinn gegn botnliði KV.
D/R stilltu upp sterku liði og var reikna með öruggum sigri í dag. Jafnt var 0-0 í hálfleik og komust heimamenn nokkuð óvænt yfir á upphafsmínútum síðari hálfleik.
Dalvík/Reynir voru mjög fljótir að jafna og var það Andrei Apostu sem gerði markið. Staðan 1-1 og nóg eftir.
Kamara kom D/R í 1-2 á 79. mínútu og Bjarmi Fannar Óskarsson kom D/R í 1-3 á 83. mínútu, frábær leikkafli hjá gestunum. Jóhann Örn Sigurjónsson gerði lokamarkið seint í uppbótartíma en hann kom inná sem varamaður skömmu áður. Lokatölur 1-4.
Frábær sigur og er Dalvík/Reynir núna með þriggja stiga forskot eftir 19. umferðina. Aðeins þrír leikir eftir og mætir liðið í næstu umferð ÍR í Breiðholtinu og svo heimaleik gegn Hetti/Huginn og loks við Völsung á Húsavík. Allt erfiðir leikir.