Sundlaugin í Ólafsfirði

Öskudagsskemmtun verður í íþróttahúsi í Ólafsfirði, miðvikudaginn 22. febrúar 2023.

Foreldrafélag Leikhóla stendur fyrir öskudagsskemmtun frá kl. 15:00 – 16:00  fyrir börn á öllum aldri. Mikilvægt er að foreldrar eða fullorðnir einstaklingar fylgi yngstu börnunum.

Sett verður upp þrautabraut fyrir yngstu börnin og kötturinn sleginn úr tunnunni.

Rúta fer frá grunnskólanum á Siglufirði kl. 14:40 og frá Ólafsfirði kl. 16:10.

Gæsla verður í rútunni en börn undir grunnskólaaldri þurfa að vera í fylgd ábyrgðarmanns í rútunni.