Félagarnir Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson hafa efnt til óskalagatónleika í Akureyrarkirkju um verslunarmannahelgi lengur en þeir muna. Tónleikarnir eru alltaf afar vel sóttir og fjörlegir í meira lagi. Þar velja tónleikagestir lög af löngum lista og keppast við að fá sitt lag flutt.
Óskar og Eyþór hafa unnið náið saman í yfir 20 ár og komið fram við mörg hundruð athafnir og tónleika. Kapparnir þekkjast því orðið býsna vel! Nú munu þeir spreyta sig á lögum sem gestir Fiskidagsins mikla hafa hug á að heyra. Hvaða lag má bjóða þér á Vináttukeðjunni föstudaginn 11. ágúst?
Skrifið endilega Eyþóri Inga á eythor@eythoringicom fyrir 10. ágúst og biðjið um óskalag. Svo er bara að bíða og fá svar við stóru spurningunni: Verður lagið þitt flutt á vináttukeðjunni ´23?