Leyningsás sjálfseignarfélag hefur óskað eftir auknum fjárstuðningi vegna rekststurs skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði, en formaður stjórnar félagsins hefur sent erindi til bæjaráðs Fjallabyggðar.
Að auki er óskað eftir því að settir verði fjármunir í þær framkvæmdir sem þarf til að klára flutning á skíðalyftum, reisa skíðaskála og hafa skíðasvæðið í lagi.