Raffó ehf. vinnur að uppsetningu á nýjum vefmyndavélum við Fjallabyggðarhafnir. Þá er verið að skoða tilboð fyrir sláarhlið og aðgangsstýringu að hafnarsvæðinu á Siglufirði.
Önnur hugsanleg framtíðarverkefni hjá Fjallabyggðarhöfnum eru nokkur, meðal annars aðstöðuhús fyrir upplýsingagjöf fyrir gesti skemmtiferðaskipa.
Hugsanleg framtíðarverkefni fyrir Ólafsfjarðarhöfn eru meðal annars færsla á flotbryggju og auknir nýtingarmöguleikar á hafnarsvæðinu til dæmis með tilliti til uppbyggingar á ferðaþjónustu.