Tvær íþróttamiðstöðvar eru í Fjallabyggð, og sundlaugar í báðum byggðarkjörnum. Opið verður alla páskana í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum í Fjallabyggð.
Íþróttamiðstöðin á Siglufirði
Hvanneyrarbraut 52
Sími: 464-9170
Fjölnota íþróttasalur, tækjasalur.
Sundhöllin á Siglufirði er innilaug 10 x 25 metrar. Á útisvæði er stór pottur með nuddi og sauna.
Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði
Tjarnarstíg 1
Sími: 464 9250
Við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði er sundlaug 8 x25 metrar, 2 heitir pottar 38° og 40° heitir og er annar m/nuddi.
Fosslaug og barnalaug eru vinsælar og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol.