Ákveðið hefur verið að bjóða íbúum 20 ára og eldri í Fjallabyggð í síðustu opnu hreyfitímana fyrir páska. Þriðjudaginn 28. mars kl. 17:30 – 18:30 á Siglufirði og miðvikudaginn 29. mars kl. 17:00 – 18:00 í Ólafsfirði.
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð ákvað að framlengja verkefnið með fjórum tímum í viðbót í Ólafsfirði eftir páska, þar sem mikil þátttaka hefur verið í opnum tímum þar. Allir íbúar Fjallabyggðar 20 ára og eldri eru velkomnir í tímana sem verða þriðjudagana 12. apríl, 19. apríl, 26. apríl og 3. maí. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur.
Leiðbeinendur: María Bjarney Leifsdóttir íþróttakennari og Hallgrímur Þór Harðarson íþróttakennari. Allir íbúar 20 ára og eldri velkomnir – enginn aðgangseyrir.
Þátttakendur þurfa að vera í hreinum innanhúss eða strigaskóm. Þátttaka í hreyfingunni er á ábyrgð hvers og eins.