Opna Vodafone golfmótið fór fram í gær á Hólsvelli á Siglufirði. Veðrið var mjög gott, skýjað, logn og hiti um 15-16 gráður. 30 kylfingar mættu til leiks og var keppt í kvenna- og karlaflokki.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Kvennaflokkur:

  • 1. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir með 34 punkta
  •  2. sæti Marsibil Sigurðardóttir með 34 punkta
  • 3. sæti Ragnheiður Matthíasdóttir með 31 punkt

Karlaflokkur:

  • 1. sæti Markús Rómeó Björnsson með 42 punkta
  • 2. sæti Grétar Bragi Hallgrímsson með 39 punkta
  • 3. sæti Ingvar K. Hreinsson með 36 punkta.

Einnig voru veitt nánadarverðlaun á par 3 holum á 1. og 8. braut og síðan annað högg næst holu á 4. braut.

Myndir frá mótinu má sjá hér.

Heimild: www.gks.fjallabyggd.is