Opna þjóðhátíðarmót Húsasmiðjunnar í golfi var haldið í brakandi sól og blíðu s.l. sunnudag á Hólsvelli á Siglufirði. Þátttakendur voru 20 talsins og keppt var í kvenna- og karlaflokki. Úrslit urðu þessi:
Kvennaflokkur:
1. sæti Hulda Magnúsardóttir með 39 punkta
2. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir með 35 punkta
3. sæti Jóhanna Þorleifsdóttir með 31 punkt.
Karlaflokkur:
1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson með 38 punkta
2. sæti Ingvar Hreinsson með 37 punkta
3. sæti Edwin Roald með 31 punkt.
Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum hjá bæði körlum og konum.