Þann 1. febrúar 2021 kl. 17:00 stendur Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi um samgöngur og snjóflóðavarnir í kjölfar atburða undanfarinna daga og viðbrögð við þeim. Á fundinn mæta fulltrúar  Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Almannavarna.

Íbúar eru hvattir til að senda  spurningar í netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is fyrir fundinn. Öllum spurningum verður svarað.

Fundinum verður streymt beint á Teams og geta allir fylgst með honum.

Umræðuefni fundarins eru:

  • Opnun fundar; Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar
  • Snjófljóðahættumat og -varnir; Tómas Jóhannesson, Veðurstofa Íslands
    • Hættan neðan snjóflóðavarnargarða, rýmingaráætlun fyrir svæðið undir Strengsgili á Siglufirði
  • Forsendur rýmingar; Harpa Grímsdóttir, Veðurstofa Íslands
    • “Nýafstaðin snjóflóðahrina á Norðurlandi, rýming á Siglufirði”
  • Vetrarþjónusta og vegakerfið; Heimir Gunnarsson, Vegagerðin
  • Aðkoma almannavarna; Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra

Fundarstjóri verður Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar

Slóð á fundinn

Athugið að slóðin opnast 1. febrúar nk. kl. 17:00.