Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði hvetja alla sem hafa áhuga á að taka þátt í mikilvægu starfi björgunarsveitarinnar að koma í opið hús og nýliðakynningu, fimmtudaginn 15. september næstkomandi.
Kynning verður á nýliðastarfi sem Bryndís Guðjónsdóttir sér um og hefst stundvíslega kl. 20:00 á fimmtudaginn. Kynningin verður haldin í húsnæði björgunarsveitarinnar við Tjarnargötu á Siglufirði.
Það er frábær félagskapur að taka þátt í björgunarsveit og kynnast nýju fólki og vera hluti af mikilvægum verkefnum sveitarinnar. Þegar nýliðaþjálfun er lokið þá er hægt að taka þátt í 8 flokkum sveitarinnar, allt eftir áhugasviði hvers og eins.
Nýliðar læra hvernig á að bera sig að í útköllum og sækja námskeiðið Björgunarmaður 1 sem inniheldur:
- Fyrstuhjálp
- Leitartækni
- Fjarskipti
- Fjallamennska 1
- Snjóflóð 1
- Rötun
- Ferðamennska
- Björgunarmaður í aðgerðum
- Öryggi við sjó og vötn