Í dag föstudaginn 27. apríl verður opið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal frá klukkan 14-19. Veðrið er ágætt, logn, -1 ° hiti og alskýjað, miðað við veðurspá á að létta til upp úr hádeginu.
Færið er troðinn þurr snjór, mjög gott færi fyrir alla. Lengsta rennslisleið er 2,5 km og mesta breidd er 60 metrar, fallhæð frá Búngutopp og að skíðaskála er 460 metrar. Snjódýpt á svæðinu er frá 1 meter og upp í 4 metra, meiriháttar brekkur, breiðar og góðar og nægur er snjórinn.
Tilboðsverð um helgina, fullorðinn kr. 1.500.- og börn kr. 500.-
Þetta er loka helgin sem opið er í Skarðsdalnum þetta vorið.