Annað mót sumarsins í Cutter and Buck mótaröðinni hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar var haldið á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði síðastliðinn miðvikudag. 13 kylfingar voru skráðir og mættu 12 til leiks. Keppt var í þremur flokkum.

Það var spenna í Opnum flokki en Konráð Þór Sigurðsson var með 18 punkta í 1. sæti.  Sebastían Amor Óskarsson var í 2. sæti með 17 punkta. Þá var Sara Sigurbjörnsdóttir með 16 punkta í 3. sæti.

Það var líka spenna í Áskorendaflokknum en í 1. sæti var Marinó Örn Óskarsson með 21 punkt. Í 2. sæti var Anna María Björnsdóttir með 20 punkta. Í þriðja sæti var Ásgeir Bjarnason með 19 punkta.

Í höggleik án forgjafar var Ármann Sigurðsson í 1. sæti með 40 högg. Konráð Sigurðsson var einnig með 40 högg í 2. sæti. Sara Sigurbjörnsdóttir var með 42 högg í 3. sæti.