Ómari Ragnarssyni var færð gjöf á aðalfundi samtakana Landsbyggðin Lifir fyrir góð störf í þágu landsbyggðarinar á undanförnum áratugum og ekki síst fyrir að vekja athygli þjóðarinnar á að hætta að sökkva landinu okkar fagra. Honum var fært málverk sem Trausti Sveinsson og Sigurbjörg á Bjarnagili í Fljótum gáfu Landsbyggðinni lifi 2010 og færðu það honum einnig á fundinum sem haldin var á Ketilási í Fljótum.
Málverkið er af stíflunni í Fljótum eftir að vatninu var hleypt á laust fyrir miðja seinust öld. Ómar sagðist hafa verið að skoða lónið í vor þegar lítið vatn var í því og var hissa á hvessu litlar aurskemmdir höfðu borist í vatnið og á jarðveginn sem fyrir var.  Hann hafðu hug á að skoða það nánar.

Texti og mynd frá landlif.is