Í vikunni fóru fram aðalfundir Svæðisráða Einingar-Iðju fyrir Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð og Hrísey.  Á fundinum sem fram fór í Fjallabyggð var Ólöf Margrét Ingimundardóttir sjálfkjörin sem nýr svæðisfulltrúi, en Halldóra María Þormóðsdóttir fyrrum svæðisfulltrúi skipti nýlega um vinnustað og er komin í annað stéttarfélag. Ólöf Margrét kemur því ný inn í aðalstjórn félagsins í stað Halldóru. Elín S. Kjartansdóttir sem var varasvæðisfulltrúi var einnig sjálfkjörin í embættið.

Á fundinum sem fram fór á Dalvík var sjálfkjörið í embættin. Sigríður Þ. Jósepsdóttir mun sitja áfram sem svæðisfulltrúi og Joanna Krystyna Przychodzen verður áfram varasvæðisfulltrúi Svæðisráðs Hríseyjar og Dalvíkur.