Fulltrúi frá Olíudreifingu hefur óskað eftir viðræðum við Fjallabyggð með það að markmiði að hægt verði að gefa út sameiginlega viljayfirlýsingu vegna væntanlegrar þjónustumiðstöðvar í Siglufirði fyrir olíuleit og boranir á Drekasvæðinu sem og við austur Grænland.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að fela Bæjarstjóra Fjallabyggðar að taka upp viðræður við Olíudreifingu vegna þessa máls.