Jóhann Helgason sendi fyrirspurn til Fjallabyggðar í sumar og spurði um hver ásýnd sveitarfélagsins væri varðandi markaðsátak fyrir Ólafsfjörð. Markmiðið með átaki væri að fá fólk til að staldra lengur við í Ólafsfirði. Einnig kom sú hugmynd fram að gera Ólafsfjörð að Jólabæ Íslands, allt árið um kring. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur hvatt íbúa til að koma með hugmyndir að markaðssetningu fyrir Fjallabyggð.