Búið er að loka Ólafsfjarðarvegi fyrir umferð milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Vegurinn yfir Þverárfjalli var lokað í morgun. Búið er að loka Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Ófært er á Ljósavatnsskarði, Fljótsheiði, Hólasandi og við Mývatn. Búast má við víðtækum lokunum í dag og fram undir kvöldmat.