Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu og verður ekki opnað í dag laugardaginn 10. nóvember en skoðað með opnun í fyrramálið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Á Norðurlandi vestra er þæfingsfærð frá Ketilás að Siglufirði. Á öðrum leiðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir og skafreningur. Þungfært er á útvegum í þessum landshluta.

Á Norðurlandi eystra er víða snjókoma og stórhríð og víða beðið með mokstur vegna veðurs. Ófært er í Víkurskarði og verðu það ekki mokað í dag. Lokað er milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og verður það skoðað á morgun. Á milli Akureyrar og Dalvíkur er þæfingsfærð og skafreningur. Ófært er á Fljótsheiði, Hólasandi og Mývatnsöræfum. Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð og stórhríð er á Mývatnsheiði, Köldukinn og Tjörnesi en þungfært er á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.