Ágætu bæjarbúar Fjallabyggðar. Sóknarnefnd Ólafsfjarðarkirkju hefur ákveðið að mála kirkjuna að utan í sumar. Því leitum við nú til ykkar um aðstoð og vonumst eftir samstilltu átaki. Velunnarar kirkjunnar gefa málninguna.

Málað verður í næstu viku, 26.-28. júní (þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag) frá kl. 18:00 til 21:00. Fólk er beðið um að taka með sér pensla, rúllur og bakka. Væntum við þess að margir vilji leggja okkur lið og munum að margar hendur vinna létt verk.

Með kveðju, sóknarnefnd Ólafsfjarðarkirkju.

Ljósmynd: Ragnar Magnússon

Texti: 625.is