Á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar er þessi tilkynning:

Ætli sé ekki rétt að koma með smá fréttir af okkur okkur hér í Noregi. Gamlársdagur var tekinn snemma, morgunmatur kl. 09:00 og út á æfingu kl. 10. Skautað var á þessari æfingu, tekið video og róleg æfing. Hópurinn var á skíðum fá 1 og hálfum upp í 2 og hálfann klukkutíma. Lagst var yfir Tour De Ski og út á seinni æfingukl. 16:30. Farið var hefðbundið og gengið í rúman klukkutíma í flottu veðri.

Áramótarstemmning var svo að sjálfsögðu í hópnum, allir í sturtu og sparifötin. Dúi eldaði frábæran Hamborgarahrygg, brúnaðar kartöflur, sósa og meðlæti til fyrirmyndar. Í eftirrétt var svo grjónagrautur með berjasósu eða karmellusósu, algjör snilld. Eftir mat var farið í göngutúr þar sem allir höfðu kyndla, sungin nokkur vers úr lögum og þjóðsöngurinn á brú hér rétt fyrir neðan. Mjög skemmtilegt!!! Eftir að horfa á áramótaskaupið voru Hugrún og Jónína búnar að gera súkkulaðifrauð handa mannskapnum og fengu við það góða aðstoð frá Dúa og Hákoni. Krakkarnir fengu svo að vaka til 01:30 og sofa til að verða 11 í morgun svona í tilefni af áramótunum.

En í dag Nýársdag var heldur betur farinn flottur túr! Farið var hefðbundið af stað kl. 14:00 og gengið niður til Sjusjoen, farið í Birkebeina sporið og ljósabraut. Flottar brautir og skemmtileg ferð þar sem í heildina tók þetta rétt tæpa 3 klst!!!!

En allir eru hressir og ánægðir, stefnt er að ferð til Lillehammer á morgun, á skíðum. En nánar af því síðar og þá koma vonandi inn myndir líka.

Bestur kveðjur frá Hugrúnu, Jónínu, Marinó og Kristjáni