Í gærkvöldi var keppt í sprettgöngu á Bikarmóti Skíðasambands Íslands í Bláfjöllum. Frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar voru Guðrún Ósk Auðunsdóttir, Karen Helga Rúnarsdóttir, Ragnhildur Vala Johnsdóttir og Svava Rós Kristófersdóttir mættar til leiks. Þær voru allar að keppa í fyrsta skipti á Bikarmótum og eru í flokki 13-14 ára. Stelpurnar stóðu sig frábærlega, Ragnildur Vala var fyrst, Karen Helga önnur, Svava Rós fjórða og Guðrún Ósk sjötta sæti.
Í dag ganga stúlkurnar 3,5km með hefðbundinni aðferð og hefst keppni hjá þeim kl: 11:40.
Í dag keppa einnig í fyrsta skipti á Bikarmóti SKÍ þær Bríet Brá Gunnlaugsdóttir, Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Natalía Perla Kulesza. Stelpurnar keppa í flokki 12-13 ára og hefst fyrri ferð kl: 9:30.
Frá þessu var fyrst greint á vef Skíðafélags Ólafsfjarðar.