Vegagerðin vill ítreka það að ökutæki sem taka á sig mikinn vind eiga alls ekki að vera á ferli milli landshluta í dag. Margir vegir eru á óvissustigi og geta því lokað með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum.
Veðurstofa Íslands hefur gefið rauðar og appelsínugular viðvaranir fyrir landið í dag.
Vegurinn um Öxnadalsheiði er lokaður vegna veðurs. Opnun verður skoðuð seinnipartinn þegar vind lægir.
Sunnan 25-30 m/s og hviður yfir 45 m/s. Rigning með köflum og hláka. Foktjón líklegt og útlit fyrir vatnavexti og raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður.