Fimmtudaginn 3. júlí og föstudaginn 4. júlí næstkomandi er boðið upp á ókeypis námskeið á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði með hæfileikaríku tónlistarfólki. Athugið að fjöldi nemenda getur verið takmarkaður.
- Írsk þjóðlagatónlist. Kennarar: Kathleen Dineen og Gerry O’Connor Írlandi 14.00-17.00 báða dagana. Námskeiðið er í Tónskóla Siglufjarðar, Aðalgötu, á móti bakaríinu.
- Finnskir og sænskir söngvar. Kennari: Anna Fält, Finnlandi. 9.00-12.00 báða dagana. Námskeiðið er í Grunnskólanum, gengið inn frá Eyrargötu.
- Norsk þjóðlög og þjóðdansar. Kennarar: Ingrid Lingaas Fossum og Lars Fivelstad Smaaberg, Noregi. 14.00-17.00 báða dagana. Námskeiðið er í íþróttasal Grunnskólans, gengið inn í enda hússins á horni Eyrargötu og Vetrarbrautar.
- Ungverskir þjóðdansar. Kennari: Viktoria Köhalmi, Ungverjalandi. 9.00-12.00 báða dagana. Námskeiðið er í íþróttasal Grunnskólans, gengið inn í enda hússins á horni Eyrargötu og Vetrarbrautar.
- Rímnalaganámskeið fyrir börn í eldri deildum leikskóla (4-5 ára). Kennari: Ari Hálfdán Aðalgeirsson. 9.00-12.00. Námskeiðið er í Tónskóla Siglufjarðar, Aðalgötu, á móti bakaríinu. Námskeiðinu lýkur með stuttum tónleikum kl. 11.00 föstudaginn 4. júlí í Tónskólanum. Hópur barna frá Laufásborg í Reykjavík tekur þátt.
Skráning í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði frá 1. júní í síma 664 2300 eða á thjodlagasetur@gmail.com.