Frönsk tónlist fyrir píanó og saxófón verður flutt í Bergi sunnudaginn 11. mars kl. 16:00 en flytjendurnir eru þeir Guido Baumer og Aladár Rácz.

Efnisskráin samanstendur af verkum sem eru samin undir áhrifum af impressíónisma eða tengjast honum. Áhrifa frá Austurlöndum gætir einnig í sumum verkanna en flutt verða verk eftir Claude Debussy, André Jolivet ofl.

Ókeypis er inná tónleikana og allir velkomnir.