Vegna viðgerðar og viðhalds á vinnslusvæðinu á Hjalteyri þá berst allt heitt vatn frá vinnslusvæðum í Eyjafirði. Við þetta breytist rennslisáttin í götulögnum og getur gert að verkum að fín efni í lagnakerfinu fari af stað og myndi óhreint vatn til skemmri tíma. Nokkuð hefur borið á óhreinu heitu vatni í Þorpinu og Brekkunni á Akureyri. Ef óhreinindi hverfa ekki fljótt hjá þeim sem verða þess varir, eru þeir vinsamlegast beðnir um að tilkynna það til þjónustuvers Norðurorku í síma 460-1300. Viðhald og eftirlit með vinnslubúnaði er nauðsynleg aðgerð til að viðhalda gæðum, best er að gera slíkar aðgerðir þegar vatnsnotkun er í lágmarki, sem er á sumrin.