Ófært er á Siglufjarðarvegi nú í morgun. Þæfingur er víða í Eyjafirði með snjókomu en snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á vegum á Norðurlandi. Öxnadalsheiði er lokuð.
Ófært er yfir Mývatns og Möðrudalsöræfi.
Veðurspá:
Norðaustan 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi. Búast má við lélegum aksturskilyrðum og færð getur spillst.
Uppfært:
Búið er að opna Öxnadalsheiði en þar er hálka. Þæfingur er á Siglufjarðarveginum og á Eyjafjarðarbraut en snjóþekja, hálka eða hálkublettir og snjókoma eru víðast hvar á vegum.