Flestir vegir um Norðausturland eru ófærir. Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu og einnig Siglufjarðarvegur. Ófært er á milli Dalvíkur og Akureyrar. Öxnadalaheiðin er fær, en Víkurskarðið er ófært. Sömu sögu er að segja um veginn til Grenivíkur. Þæfingsfærð og stórhríð er á milli Húsavíkur og Reykjahlíðar.

Veðurhorfur á Norðurlandi eystra næsta sólarhringinn:

Norðan 15-23 m/s og snjókoma, en 8-15 í kvöld og él. Norðvestan 3-8 í fyrramálið og lítilsháttar él, en hægviðri þegar kemur fram á morgundaginn og birtir til. Frost 0 til 5 stig, en heldur kaldara á morgun.