Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar telur að of naumur tími sé til að auglýsa eftir umsjónaraðila fyrir Trilludaga í sumar, þar sem það tekur nýjan umsjónaraðila tíma að ná utan um verkefnið, tengjast samstarfsaðilum og viða að sér aðföngum og fleira.
Lagt er til að farið verði í auglýsingu á útvistun Trilludaga fyrir árið 2024 sem fyrst.
Það stefnir því allt í að Fjallabyggð sjá um hátíðina í ár en vonandi finnst aðili sem getur tekið að sér umsjón fyrir næsta ár og getur sá aðili væntanlega sótt um styrki til Fjallabyggðar fyrir því verkefni.
Trilludagar er skemmtileg og öðruvísi hátíð sem gaman er að heimsækja. Hátíðin hefur verið haldin á Siglufirði undanfarin ár og gengið vel.