Óbyggðanefnd hefur kveðið upp úrskurð um þjóðlendur á Tröllaskaga norðan Öxnadalsheiðar.

Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Lágheiði  og Stífluafrétt teljast þjóðlendur.

Orðrétt segir í dómnum:

“Mál nr. 1/2009, Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna
Málið skiptist í sjö ágreiningssvæði. Niðurstaða óbyggðanefndar er að fimm þeirra eru
þjóðlendur og tvö eru eignarlönd. Ein þjóðlenda er jafnframt afrétt að hluta”.

• Eftirtalin landsvæði eru eignarlönd:

o Vífilsstaðir/Kot
o Þorvaldsdalsafrétt

• Eftirtalin landsvæði eru þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign:

o Hnjótafjall
o Skíðadalsafrétt
o Möðruvallaafrétt
o Bakkasel
o Stífluafrétt og Lágheiði

• Eftirtalið landsvæði er þjóðlenda (en ekki afréttur eða í afréttareign):

o Landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar

Hægt er að lesa allan dóminn hér.